Framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson gengur að öllum líkindum til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg frá Hannover í Þýskalandi að lokinni læknisskoðun í dag en hann hefur þegar samþykkt þriggja ára samning við félagið. Christian Hochstätter, yfirmaður íþróttamála hjá Hannover, segir í samtali við þýska dagblaðið Bild að félagaskiptin séu nánast frágengin og er kaupverðið rúmar 25 milljónir íslenskra króna.