Hið árlega Shellmót fyrir 6.flokk karla fer fram í Vestmannaeyjum 25-28.júní næstkomandi. Mike Riley, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, mun dæma á mótinu í ár sem og Gylfi Þór Orrason og Egill Már Markússon. Gylfi Þór og Egill Már lögðu báðir flautuna á hilluna síðastliðið haust eftir farsælan feril þar sem þeir dæmdu bæði á Íslandi og erlendis.