Stór olíutankur, sem er um 20 tonn að þyngd, rann í dag af flutningavagni sem var að flytja hann á milli staða í Vestmannaeyjum. Það var hins vegar lán í óláni að tankurinn valt ekki allur af, heldur lagðist niður í jörðina, hálfur á vagninum. Hins vegar mátti ekki miklu muna að tankurinn hefði oltið yfir sig en nokkrum metrum frá er húsnæði Fiskmarkaðar Vestmannaeyja.