Ferðamálastofa sér um talningu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð og er þar hægt að sjá skiptingu þeirra eftir þjóðerni. Niðurstöður fyrir maí liggja nú fyrir og þar með fimm fyrstu mánuðir ársins.

Alls fóru tæplega 36 þúsund erlendir gestir um Leifsstöð í maí, samanborið við rúmlega 34 þúsund í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin nemur rúmlega 1.700 manns eða 5%.