Í kvöld, klukkan 19.15 tekur lið ÍBV á móti Leikni úr Reykajvík í 32ja liða úrslitum Visa bikarkeppninnar en leikurinn fer fram á Hásteinsvelli. Liðin tvö leika bæði í 1. deild og hafa einu sinni mæst áður í sumar, þá einnig á Hásteinsvelli en leiknum lyktaði með 2:0 sigri ÍBV og skoraði Atli Heimisson bæði mörkin.