Vilberg kökuhús á Selfossi hefur undanfarnar vikur boðið öllum leikskólum bæjarins í heimsókn þar sem þau fá snúð og kókómjólk. Var þetta gert fyrst fyrir 2 árum og þótti þetta það skemmtilegt framtak að ákveðið var að endurtaka leikinn nú.

Starfsfólk Vilbergs hafði á orði að gaman væri hvað börnin væru kurteis, alltaf hafi þau þakkað fyrir sig og jafnvel sungið fyrir þau.