Rúður voru brotnar í leiksólanum Brimveri á Eyrarbakka um helgina. Maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi játaði maðurinn að hafa brotið rúðurnar en hann réðist einnig á mann og vann tjón á bíl, sem var í grennd við leikskólann.