Gæfuspor, landsverkefni á vegum UMFÍ, hófst við Sparisjóðinn á Selfossi í gærmorgun. Verkefnið er fyrir fólk 60 ára og eldri og er ætlað til að hvetja fólk til að fara út að ganga og hreyfa sig.
Um 50 manns mættu til leiks og fengu göngujakka að gjöf frá Sparisjóðinum. Lögð er áhersla á að hver og einn fari á sínum eigin forsendum og velji sér tíma og vegalengd við hæfi. Er fólk einnig hvatt til að ganga í góðra vina hópi.