Þjóðskjalasafn Íslands hefur birt stafræna útgáfu manntalsins 1870 á netinu. Þetta er fyrsta manntalið af tíu, sem Þjóðskjalasafnið hefur lokið yfirfærslu á í stafrænt form í sérstöku átaksverkefni á vegum ríkisstjórnar Íslands í tengslum við mótvægisaðgerðir í atvinnumálum. Manntalið 1870 var unnið í Vestmannaeyjum. Fyrir eru á vef Þjóðskjalasafnsins manntölin 1703 og 1835. Hægt er að leita í manntölunum með ýmsum hætti.