Kvennalið ÍBV fékk Grindavíkurstúlkur í heimsókn í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í aldeilis frábæru veðri á Hásteinsvelli. Mörg urðu mörkin ekki í leiknum, aðeins eitt mark var skorað, og það gerðu Grindavíkurstúlkur í síðari hálfleik. Þrátt fyrir tapið halda Eyjastúlkur 2. sæti sínu í deildinni á betra markahlutfalli. Eru með 6 stig eftir fjóra leiki.