Þrír menn voru handteknir í þremur aðskildum málum á Selfossi í nótt. Mennirnir voru handteknir fyrir ölvun, óspektir, eignaspjöll og að ráðast gegn lögreglu. Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt og að sögn varðstjóra var margt fólk á ferðinni enda kominn sumartími.