Endeavour III hefur nú fengið nafnið Fróði II ÁR 38 og hefur skipið tekið við af Fróða ÁR 33 sem seldur hefur verið til Noregs. Fróði II er nú á humarveiðum og hafa þær gengið ágætlega og skipið reynst vel, að því er fram kemur á heimasíðu Ramma hf. sem gerir skipið út.