Héðan er það helst að frétta að þegar trollið var híft í nótt kom hvalur upp með því. Hann hafði flækst í möskvunum og var vel flæktur í þeim. Hvalurinn reyndist vera hrefna. Það æstust leikar um leið og það kom í ljós og byrjuðu menn strax að græja sig í að koma hvalnum inn fyrir. Það tókst með smá brasi en inn kom hvalurinn. Hann hefur verið svona 6-7 mtr. langur og kannski ein fimm tonn.