Eitt innbrot var tilkynnt til lögreglunnar á Selfossi í gær. Brotist hafði verið inn í sumarbústað við Þingvallavatn og þar stolið flatskjá og heimabíótækjum.

Eigandi hafði ekki verið í bústaðnum um helgina svo óvíst er hvenær innbrotið átti sér stað.