Þau eru af ýmsu tagi málin sem lögreglan á Selfossi glímir við á degi hverjum. Þannig var ungur maður staðinn að því að kasta af sér þvagi utan í hús á Eyrarvegi á Selfossi í liðinni viku en slíkt stríðir gegn lögreglusamþykkt Árborgar. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar neitaði maðurinn sök en hann verður engu að síður ákærður fyrir brot á lögreglusamþykktinni.