Það eru ekki allir með það á hreinu af hverju við tölum um Jónsmessu og hver hann var þessi Jón. Til að minnast þess verður haldin helgistund í Stafkirkjunni á Heimaey á Jónsmessunni, í dag kl. 18. Védís Guðmundsdóttir og Árni Óli Ólafsson annast tónlistarflutninginn. Védís mun syngja tvo nýja sálma og verður það frumflutningur sálmanna í Vestmannaeyjum. Annar er eftir Hjört Pálsson við lag eftir Ragnhildi Gísladóttur, listakonu, en hinn er eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur við lag eftir Pétur Þór Benediktsson.