Stóra útilaugin í Sundhöll Selfoss er lokuð frá hádegi mánudaginn 23. júní til miðvikudagsins 25. júní vegna viðgerða eftir jarðskjálftana 29. maí síðastliðinn. Einnig eru rennibrautin, osturinn og sveppurinn lokuð vegna viðgerða eftir skjálftana. Reynt verður að opna leiktækin aftur svo fljótt sem auðið er.