Verkefnið Kraftur í kringum Ísland, sem ýtt var úr vör á 17. júní er nú á leið til Grímseyjar. Hópurinn heldur úti heimasíðu þar sem nálgast má helstu fréttir ferðinni. Átta manns sigla á tveimur tuðrum og er ferðin farin til að vekja athygli á Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.