Útflutningur á kindakjöti hefur verið með minna móti það sem af er árinu.

Búið er að flytja út nánast alla útflutningsskyldu ársins 2007 en lækkun gengis krónunnar undanfarna mánuði hefur gert útflutning hagstæðari. Það virðist þó ekki hafa ýtt undir hann að magni til, því útflutningur á sama tíma árið 2007 var 248,8 tonn (skv. tölum BÍ) .