Boðuð verkföll flugumferðarstjóra munu hafa mikla röskun í för með sér fyrir innanlandsflugið. Ekkert verður flogið innanlands þá fjóra klukkutíma, sem verkfallið stendur hvern dag. Allt flug á Bakkaflugvöll fellur því niður í fyrramálið og óvíst hvenær Flugfélag Íslands getur flogið til Eyja á morgun.