Sigríður Jakobsdóttir er nýr ræðismaður Dana í Vestmannaeyjum. Sigríður tekur við af manni sínum Eyjólfi Martinssyni sem hefur verið ræðismaður Dana undanfarin ár. Danski sendiherrann Lasse Reimann setti Sigríði inn í embættið við hátíðlega afhöfn á heimili þeirra hjóna á þriðjudag.