Eitt fjölmennasta knattspyrnumót ársins verður flautað á þegar Shellmótið verður sett á Týsvellinum í kvöld. Mótið, sem er það 18. í röðinni, fer nú fram í fyrsta sinn á þremur dögum, í stað fjögurra áður og lýkur því næstkomandi laugardag. Meðal gestadómara mótsins er Mike Riley, afar þekktur dómari í ensku úrvalsdeildinni og víðar.