Þau eru margvísleg verkefnin sem Skipalyftan tekur að sér. Í vikunni fengu þeir frekar óvenjulegan viðskiptavin inn á gólf til sín. Þar var mættur hrúturinn Wenger, sem er landsmönnum kunnur af síðum Fréttablaðsins og vísis.is ásamt eiganda sínum Hauk á Reykjum og höfðu þeir félagar allt á hornum sér.