Formlegri dagskrá Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka lauk með Jónsmessubrennu í fjörunni vestan við þorpið þar sem Eyrbekkingurinn Íris Böðvarsdóttir á Óseyri ávarpaði samkomugesti.

Hið margrómaða Bakkaband spilaði undir söng og dansi.

Fjölmenni var við brennuna og vel tekið undir í söng og stiginn dans með tilþrifum.