Ekkert mark var skorað í leik KFS og KV sem áttust við á Helgafellsvelli í dag. Liðin leika í A-riðli 3. deildar en hafa bæði átt misjöfnu gengi að fagna, KV þó gengið öllu betur. Leikurinn var tilþrifalítill, liðin skiptust nánast á að sækja án þess þó að skapa sér nein veruleg marktækifæri. Besta færið fékk líklega varamaðurinn Þorsteinn Þorsteinsson undir lok leiksins en inn fór boltinn ekki og lokatölur því 0:0.