Kl 13:00 í dag afhjúpaði Vigfús Markússon, Jarlinn af Gónhól, með aðstoð Tómasar Grétars Sigfússonar skilti með örnefnum í fjörunni framan við Eyrarbakka. Skiltið er á sjógarðinum við hús Vigfúsar og fjölskyldu, Garðshorn, vestan Gónhóls.
Fjölmenni var við athöfnina og buðu húsráðendur síðan til sjávarréttasúpu af bestu gerð.