Fjöldi fólks tók þátt í ferð er farið var út í náttúruna í fylgd Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings á Stokkseyri, en hann leiddi göngu um friðland fugla á Ölfusárbökkum.

Um miðnætti var síðan samverustund í Eyrarbakkakirkju þar sem Örlygur Benediktsson lék rómantíska tónlist á orgelið í forföllum Jörg Sondermann organista.