Seinkum verður á ferðum Herjólfs í dag vegna vélarbilunar. Stefnt er að því að ferð Herjólfs sem áætluð var frá Vestmannaeyjum klukkan 8:15 í morgun verði farin klukkan 9:30. Þetta mun einnig valda seinkum frá Þorlákshöfn síðar í dag en ekki liggur fyrir hversu mikil sú seinkun verður.