LÖGREGLAN á Selfossi þurfti að hafa afskipti af ökumanni á Eyrarbakkavegi vegna undarlegs aksturslags um hádegisbilið í gær. Kom í ljós að maðurinn var verulega ölvaður og reyndist við blástursmælingu vera með 2,90 prómill af vínanda. Að sögn lögreglunnar er hér um mjög mikla ölvun að ræða og flest venjulegt fólk væri í svefndrunga með slíkt magn áfengis í blóðinu. Má maðurinn búast við sviptingu ökuréttinda