Eyjamenn lögðu í kvöld Þór frá Akureyri að velli 4:1. Eyjamönnum var þó brugðið á 8. mínútu þegar gestirnir komust yfir en bæði fyrir og eftir mark gestanna voru Eyjamenn mun sterkari. Eyjamenn skoruðu hins vegar tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum og lokatölur því 4:1 eftir að staðan hafði verið 2:1 í hálfleik. Atli Heimisson, framherji ÍBV skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld, fyrst og síðasta markið en Bjarni Hólm Aðalsteinsson og Andri Ólafsson skoruðu hin mörkin tvö. Atli sagði í samtali við Eyjafréttir að hann væri ánægður með stigin þrjú og mörkin fjögur en ekki leik ÍBV.