Lagning tveggja ljósleiðarastrengja um 2,5 km kafla á verndarsvæðinu við Surtsey er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun kvað upp úrskurðinn í gær. Farice tilkynni í byrjun apríl um fyrirhugaða lagningu og leitaði Skipulagsstofnun umsagnar nokkurra aðila, þ. á m. Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknastofnunar. Mat Umhverfisstofnunar var að breyta ætti fyrirhugaðri legu strengjanna svo þeir liggi utan við friðland Surtseyjar þar sem lagning þeirra gæti raskað lífríki hafsbotnsins.