Á Sky fréttasjónvarpsstöðinni var í dag sagt frá vandamálum í breska lundastofninum á eyjunni Farne, þar sem fjórða stærsta lundabyggð Bretlandseyja er. Fækkað hefur um 34% af stofninum á Farne eyju og óttast fuglafræðingar ytra að lundanum sé að fækka meira en eðlilegt geti talist. Fyrir fimm árum var talið að um 55.000 lundapara hafi verið á eyjunni en í ár eru þau aðeins 36.500 talsins.