Í kvöld funduðu bjargveiðimenn í Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja um áframhaldandi veiðar á lunda. Félagið hafði áður samþykkt að stytta lundaveiðitímabilið í báða enda en það þýddi að veiðum yrði hætt nú um mánaðarmótin. Hins vegar var einnig ákveðið að endurskoða þá tillögu nú og vegna góðrar afkomu lundans, hefur verið ákveðið að lundaveiði haldi áfram til 15. ágúst, eins og í venjulegu árferði. Ályktun fundarins má lesa hér að neðan.