Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill fimm milljónir í skaðabætur vegna ummæla sem Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, lét falla um Árna í útvarpsþættinum Ísland í bítið á Bylgjunni.

Þar sagði Agnes að Árni væri reginhneyksli, stórslys, mútuþægur og ætti að hafa vit á því að halda kjafti.

Árni mun krefjast þess að ummælin sem um hann voru höfð verði dæmd dauð og ómerk en í kærunni segir að vegið hafi verið gróflega að æru Árna.