Vegna mikillar umræðu um versnandi skuldastöðu sveitarfélaga vegna erlendra lána vil ég taka fram að Vestmannaeyjabær er ekki með nein erlend lán og þróun Íslensku krónunnar hefur því ekki þannig áhrif á rekstur okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var tekin ákvörðun um að þegar aðstæður á markaði leyfðu myndi Vestmannaeyjabær takmarka algerlega gengisáhættu með því að losa sig við erlend lán. Það er skoðun okkar að ekki sé farsælt fyrir opinberan aðila eins og okkur, sem er með allar sínar tekjur í íslenskri mynt, að vera með lánin í erlendri mynt.