Tjöldun í Dalnum fór af stað af sama krafti og alltaf

Einu sinni sem oftar reyndist erfitt að halda aftur af heimamönnum þegar kom að því að velja stað fyrir Þjóðhátíðartjaldið. Reglan er sú að starfsmenn sem vinna við undirbúning hátíðarinnar fá að velja sér stæði fyrst en um leið og farið var af stað, voru starfsmenn Þjóðhátíðarinnar orðnir mjög margir. Um leið skapast ástand eins […]
Hitametin falla – 29,3 gráður á �?ingvöllum
Hitamet er fallið á Þingvöllum. Samkvæmt veðurathugun þar klukkan 15:00 mældist hitinn 29,3 gráður (fór síðar í 29.7). Fyrra hitamet er 29 gráður. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur sagði í samtali við Vísi rétt í þessu að hitamet væru meðal annars fallin á Hellu og Vestmannaeyjum. Allt stefndi í að dagurinn í dag yrði heitasti dagur […]
27,7 stiga hiti á �?ingvöllum
Hiti á Þingvöllum mældist 27,7 gráður klukkan 13 í dag en þar er hitametið 29 gráður. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki útilokað að hitamet verði slegið þar. Hitinn í gær mældist 27,1 gráða á Þingvöllum og var hæstur seinni partinn, milli fjögur og fimm. (meira…)
84 ára gamalt hitamet slegið á Stórhöfða

Algjör bongóblíða er í Vestmannaeyjum í dag en samkvæmt textavarpinu er nú 20,2 stiga hiti á Stórhöfða og vindstyrkur aðeins tveir metrar á sekúndu. Hitametið var slegið á Stórhöfða en mestur hiti sem mældist í dag var 21,6 gráða en þetta staðfesti Óskar J. Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða. (meira…)
Sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja valin fyrir Sveitakeppnina

Sveitakeppnin í golfi í 2. deild verður haldin á golfvellinum á Akureyri 6. til 8. ágúst og sér Golfklúbbur Akureyrira um mótahaldið en Golfklúbbur Vestmannaeyja spilar í 2. deild í ár. Átta kylfingar skipa sveit GV en það eru Gísli Steinar Jónsson, Grétar Eyþórsson, Gunnar Geir Gústafsson, Hallgrímur Júlíusson, Júlíus Hallgrímsson, Karl Haraldsson, Þorsteinn Hallgrímsson […]
Myllan komin á sinn stað

Myllan hefur verið endurbyggð og er nú komin á sinn stað í Herjólfsdal. Eins og alþjóð veit brann myllan í vor ásamt Tjarnarsviðinu og hluta af Brekkusviðinu. Verið er að leggja lokahönd á sviðin en fyrstir í endurbyggingunni voru Myllusmiðirnir sem hafa ár hvert lagt mikinn metnað í Mylluna, með misjöfnum árangri þó. Það verður […]
Selfyssingar halda sínu flugi
Selfyssingar tóku á móti KA í frábæru veðri á Selfossvelli í gærkvöldi. Fyrri leikur liðana fyrir norðan endaði 2-2 eftir skemmtilegan leik. Leikurinn í kvöld var ekki eins skemmtilegur en bauð þó upp á þrjú mörk. Fyrir leikinn höfðu Selfyssingar ekki unnið KA síðan árið 1976, en breyting var á því nú. Selfyssingar unnu sanngjarnan […]
Andvígur �?jórsárvirkjun bæði sem ráðherra og heimamaður
„ÉG HEF verið andvígur virkjun í Þjórsá í mörg ár,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sem jafnframt býr í Gnúpverjahreppi. Fyrir skemmstu fór Björgvin ásamt öðru Samfylkingarfólki að bökkum Þjórsár og kynnti sér fyrirhugaðar virkjunaráætlanir. Með ferðinni var einnig verið að sýna stuðning við heimamenn sem lengi hafa mótmælt virkjuninni. (meira…)
Píanótónleikar í Húsinu kl. 20:30 í kvöld
Píanóleikarinn Shuann Chai heldur tónleika í Húsinu á Eyrarbakka í kvöld miðvikudag 30. júlí. Hún flytjur verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schubert, Ludwig van Beethoven og Frederic Chopin. Shuann hefur spilað á tónleikum víðs vegar um heiminn, m.a. í Englandi, Hollandi, Noregi og Kína. (meira…)