Algjör bongóblíða er í Vestmannaeyjum í dag en samkvæmt textavarpinu er nú 20,2 stiga hiti á Stórhöfða og vindstyrkur aðeins tveir metrar á sekúndu. Hitametið var slegið á Stórhöfða en mestur hiti sem mældist í dag var 21,6 gráða en þetta staðfesti Óskar J. Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða.