Myllan hefur verið endurbyggð og er nú komin á sinn stað í Herjólfsdal. Eins og alþjóð veit brann myllan í vor ásamt Tjarnarsviðinu og hluta af Brekkusviðinu. Verið er að leggja lokahönd á sviðin en fyrstir í endurbyggingunni voru Myllusmiðirnir sem hafa ár hvert lagt mikinn metnað í Mylluna, með misjöfnum árangri þó. Það verður þó ekki annað sagt en að Myllan sé einstaklega glæsileg í ár.