Selfyssingar tóku á móti KA í frábæru veðri á Selfossvelli í gærkvöldi.

Fyrri leikur liðana fyrir norðan endaði 2-2 eftir skemmtilegan leik. Leikurinn í kvöld var ekki eins skemmtilegur en bauð þó upp á þrjú mörk. Fyrir leikinn höfðu Selfyssingar ekki unnið KA síðan árið 1976, en breyting var á því nú.

Selfyssingar unnu sanngjarnan 2-1 sigur og var þetta þriðji sigurleikur Selfoss í röð í deildinni.