Sveitakeppnin í golfi í 2. deild verður haldin á golfvellinum á Akureyri 6. til 8. ágúst og sér Golfklúbbur Akureyrira um mótahaldið en Golfklúbbur Vestmannaeyja spilar í 2. deild í ár. Átta kylfingar skipa sveit GV en það eru Gísli Steinar Jónsson, Grétar Eyþórsson, Gunnar Geir Gústafsson, Hallgrímur Júlíusson, Júlíus Hallgrímsson, Karl Haraldsson, Þorsteinn Hallgrímsson og Örlygur Helgi Grímsson.