Einu sinni sem oftar reyndist erfitt að halda aftur af heimamönnum þegar kom að því að velja stað fyrir Þjóðhátíðartjaldið. Reglan er sú að starfsmenn sem vinna við undirbúning hátíðarinnar fá að velja sér stæði fyrst en um leið og farið var af stað, voru starfsmenn Þjóðhátíðarinnar orðnir mjög margir. Um leið skapast ástand eins og í Villta vestrinu, allir hlaupa til og reyna finna sér góðan landskika til að hefja búskap á, jafnvel reyna að ná sínu” stæði.”