Heimamenn leggja í dag lokahönd á búferlaflutningana inn í Herjólfsdal og er að vanda öllu til tjaldað. Heilu búslóðirnar skipta um heimilisfang og færast á Lundaholur, Sigurbraut, Týsgötu eða aðrar götur í Herjólfsdal. Búferlunum verður hins vegar að vera lokið fyrir klukkan 13.00 í dag því lokað verður fyrir bílaumferð klukkan 13.00.