Þjóðhátíð í Eyjum verður netvædd í fyrsta sinn í ár, en nýlega opnaði Síminn fyrir 3G sendi í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, kynnti þetta á blaðamannafund í tjaldi sínu að Lundaholu 6 í Herjólfsdal þar sem hann vígði 3G-sambandið með formlegum hætti. Þetta felur í sér að viðskiptavinir Símans geta nýtt sér ýmsa þjónustu á borð við myndsamtöl, sjónvarp í símann, netið í símann ásamt því að komast í háhraðanetsamband í fartölvu með netlykli Símans hvar sem er innan þjónustusvæðis 3G Netsins.