Þjóðhátíðargestir streyma nú sem aldrei fyrr til Eyja en áætla má að um 3000 gestir séu komnir á hátíðina. Húkkaraballið var haldið í gærkvöldi í Týsheimilinu og eins og alltaf var troðið út að dyrum. Eftir því sem næst verður komist fór dansleikurinn vel fram en Land og synir héldu uppi stuðinu. Nú eru heimamenn að flytjast búferlum og koma dótinu sínu inn í dal.