Nýlega opnaði Sigurjón Guðjónsson ljósmyndasýningu í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka. Yfirskrift sýningarinnar er Central Park í Gallerí Gónhól en Sigurjón hefur undanfarin tvö ár stundað nám í ljósmyndun við School of Visual Arts í New York. Á sýningunni eru abstrakt landslagsljósmyndir sem teknar voru haustið 2007 í Central Park í New York en þær sýna leik að ljósi, skugga og litum. Myndirnar eru bæði hugsaðar sem sjálfstæð verk og sem ein heild og eru allar myndirnar til sölu en hver mynd er seld í aðeins 5 eintökum.

Sýningin verður opin allar helgar kl. 13-17 í Gallerí Gónhól til 10. ágúst.