Nú er dagskrá hafin að nýju í Herjólsdal og eins og vera ber er byrjað á að skemmta allra yngstu Þjóðhátíðargestunum. Þegar þetta er skrifað er þurrt en þoka yfir Eyjunum og ólíklegt að gefist til flugs í dag. Gærdagurinn gekk að mestu stóráfallalaust fyrir sig en hér að neðan má sjá fjölmargar myndir frá hátíðahöldunum.