Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn verður slitið í kvöld með flugeldasýningu. Keppni lauk nú undir kvöld. Talið er að um 10 þúsund manns hafi sótt mótið en mótshaldarar segja, að mikill umferðarþungi hafi verið í bænum í dag.

Næsta unglingalandsmót verður haldin í Grundarfirði að ári en unglingalandsmót hafa verið haldin undanfarin 11 ár, nú síðari árin um verslunarmannahelgina.