Talið er að um 3000 manns bíði eftir flugi í Vestmannaeyjum. Ekki var hægt að fljúga þangað í morgun vegna þoku en henni hefur nú létt og er flug á Bakkaflugvöll að hefjast. Þá eru komnar vélar frá Flugfélagi Íslands til Eyja. Búast má við mikilli umferð á flugvellinum í Eyjum í dag ef þokan heldur sig fjarri.