11. Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn var slitið á miðnætti í gærkvöldi.

Athöfnin var í senn mjög glæsileg í alla staði, stillt og þurrt veður og stemmingin einstök. Mikið fjölmenni var fyrir við lokaathöfnina og mörg þúsund áhorfendur nutu stundarinnar fram í fingurgóma.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, flutti keppendum og gestum kveðju og þakkaði framkvæmdaaðilum fyrir frábært og framúrskarandi framtak.