Eftir að gaf til flugs til Eyja um hádegið í dag, hefur mikið verið flogið, nánast loftbrú milli lands og Eyja. Flugfélag Vestmannaeyja gerir ráð fyrir að fljúga á annað hundrað ferða á Bakkaflugvöll, Flugfélag Íslands á þriðja tug ferða til Reykjavíkur og auk þess fjöldi einkaflugvéla.